Reykjavík Early Music Festival er alþjóðleg tónlistarhátíð sem er alfarið haldin fyrir opinbera styrki, frjáls framlög og tekjur af miðasölu. Hún er ekki rekin í hagnaðarskyni.

Markmið hátíðarinnar er að auðga tónlistarlíf og menningu í Reykjavík, búa til alþjóðlegan vettvang fyrir tónlist fyrri alda þar sem leiðandi listamenn koma fram, skapa tækifæri fyrir unga tónlistarnema til að afla sér menntunar og innblásturs og veita tónlistarunnendum andlega næringu óháð efnahagsstöðu.

Með því að gerast vinur hátíðarinnar styður þú okkur í því að auka fjölbreytileika íslensks tónlistarlífs og byggja upp barokktónlistarsenu á Íslandi. Vinir hátíðarinnar taka virkan þátt í því að tryggja framtíð hennar.

Árgjald er 10.000 kr. en öll framlög, stór og smá, skipta máli og eru hjartanlega velkomin.

Þú skráir þig í vinafélag Reykjavík Early Music Festival með því að senda okkur skilaboð á reykjavikearly@gmail.com. Einnig er sjálfsagt að senda okkur fyrirspurnir um hvaðeina.

Við tökum við frjálsum framlögum sem hægt er að leggja inn á söfnunarreikning okkar:

Snemmtónlistarfélagið fta.,
kennitala 650325-2490,
reikningsnúmer 0357-26-001301.

Að sama skapi bjóðum við upp á þægilegan greiðslumáta á þessari síðu þar sem þú getur valið um það að styrkja okkur með stöku framlagi eða með árlegri greiðslu.