Um hátíðina
Reykjavík Early Music Festival er alþjóðleg barokkhátíð sem haldin er árlega í dymbilviku í Hörpu.
Hátíðin fór fyrst fram í mars árið 2024 og hefur hlotið frábærar viðtökur. Hún hefur sérstöðu í íslensku tónlistarlífi þar sem hún er eina alþjóðlega tónlistarhátíðin á Íslandi sem er helguð upprunaflutningi barokktónlistar. Hátíðin skapar einstakan vettvang fyrir samstarf íslenskra og erlendra tónlistarhópa.
Markmið Reykjavík Early Music Festival er að auðga tónlistarlíf og menningu í Reykjavík og skapa alþjóðlegan vettvang fyrir flutning tónlistar fyrri alda. Einnig hefur hún að markmiði að veita tónlistarunnendum andlega næringu óháð efnahag og að skapa tækifæri fyrir unga tónlistarmenn að sækja sér þekkingu og innblástur.
Skipuleggjendur hátíðar
Listrænn stjórnandi
elfarun.com
Gjaldkeri og framkvæmdastjórn
Kynningarstjóri
herdisanna.com
Markaðsfulltrúi
Grafískur hönnuður