Um hátíðina



Reykjavík Early Music Festival er fyrsta alþjóðlega barokkhátiðin í Reykjavík og verður haldin í fyrsta skipti í Hörpu, dagana 26.-28. mars 2024. Hátíðin er einstakur vettvangur fyrir samstarf íslenskra og erlendra tónlistarhópa sem sérhæfa sig í upprunaflutningi barokktónlistar. Listræn stjórn hátíðarinnar er í höndum Elfu Rúnar Kristinsdóttur, fiðluleikara og eins stofnanda Barokkbandsins Brákar.

Á hátíðinni er boðið upp á fjölbreytta og vandaða tónleikadagskrá með heimsklassa tónlistarfólki sem flytja barokktónlist í ólíkum rýmum Hörpu. Haldnir verða fernir glæsilegir kvöldtónleikar með hópunum Arte dei Suonatori, Barokkbandinu Brák, Amaconsort og kammerhópnum Consortico. Frábærir einleikarar koma fram á hátíðinni: stórstjarnan Rachel Podger, franski sellóleikarinn Vladimir Waltham, sópransöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir og fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir. Auk þess fer fram opið meistaranámskeið með Rachel Podger í samvinnu við MÍT og LHÍ í Norðurljósum.



Skipuleggjendur hátíðar

Elfa Rún Kristinsdóttir
Listrænn stjórnandi
elfarun.com
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir
Gjaldkeri og framkvæmdastjórn
Gunnhildur DaðadóttirVerkefnastjórn
Herdís Anna Jónasdóttir
Kynningarstjóri
herdisanna.com
Gróa Margrét Valdimarsdóttir
Verkefnastjórn
Laufey Jensdóttir Verkefnastjórn
laufeyjensdottir.com

Pétur Oddbergur Heimisson
Markaðsfulltrúi
Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir
Grafískur hönnuður

Samstarfsaðilar





Stuðningsaðilar