Þriðjudagur 26. mars

Setning hátíðar

Hafnartorg Gallery

17:00

La Stravaganza - Rachel Podger og Arte dei Suonatori 

Norðurljós

19:30

Sögustund með Amaconsort

Norðurljós

22:00



Miðvikudagur 27. mars

Meistaranámskeið - Rachel Podger

Norðurljós

10:00

Hádegistónleikar

Harpa - opið rými

13:00

Dolcissimi diletti - Kammerhópurinn ConsorTico

Norðurljós

19:30



Fimmtudagur 28. mars

Hádegistónleikar

Harpa - opið rými

13:00

Faustina - Barokkbandið Brák og Herdís Anna

Norðurljós

19:30




26. mars, kl. 19:30, NorðurljósLa Stravaganza
Rachel Podger og Arte dei Suonatori


Á opnunartónleikum Reykjavík Early Music Festival mun engin önnur en Rachel Podger koma fram og leiða eina helstu barokksveit Póllands, Arte dei Suonatori. Rachel þarf vart að kynna fyrir unnendum barokktónlistar en hún hefur hlotið óviðjafnanlegt lof og hefur fest sig í sessi sem einn fremsti túlkandi barokks og klassíkur í heiminum. 

Arte dei Suonatori fagnar nú 30. starfsári sínu, en eitt mikilvægasta augnablikið í upphafi ferils hljómsveitarinnar var útgáfa plötunni „La Stravaganza“, sem tekin var upp ásamt breska fiðluleikaranum Rachel Podger þar sem hún lék og stjórnaði fiðlukonsertum Vivaldis. Með þessum alþjóðlega viðurkennda og margverðlaunuða geisladiski fékk Evrópa að kynnast Arte dei Suonatori – sem í dag er ein af fremstu barokkhljómsveitum Evrópu.

Þetta er í fyrsta skipti sem þau leika á Íslandi og hefur það einnig sérstaka þýðingu fyrir pólska samfélagið á Íslandi að fá hópinn heim.

Á tónleikunum leikur Rachel hina ýmsu fiðlukonserta eftir Vivaldi og Pisendel og leiðir hópinn í verkum eftir Telemann og C.P.E Bach.


26. mars, kl. 22:00, NorðurljósSögustund með AmaconsortLeikhústónlist og dansar frá Englandi og Hollandi


Á þessum kvöldtónleikum beinum við sjónum okkar til Englands á framanverðri sautjándu öld. Svokölluð Masque, eins konar sambland af söngleik og grímuballi, var aðalskemmtun hinnar konunglegu hirðar en þess konar form sést sjaldan á tónleikaskrám dagsins í dag. Amaconsort flytur nú Masque-tónlistina í eigin útsetningum sem bundnar eru í litlar smásögur, sagðar í tónum. Þar á milli hljóma kröftugir dansar sem vinsælir voru á Englandi og Hollandi fyrr á öldum.

Amaconsort skipa Lea Sobbe, Martin Jantzen, Lena Rademann og Halldór Bjarki Arnarson. Barokkhópurinn hreppti fyrsta sæti í alþjóðlegu Van Wassenaer keppninni í Utrecht 2021 og hefur komið fram víðsvegar um Evrópu undanfarin ár. Spuni og nýsköpun skipa stóran þátt á tónleikum hjá Amaconsort, svo að áheyrendum bíður ávallt ný upplifun. Þótt meðlimir séu aðeins fjórir spila þau á ýmis hljóðfæri, stór og smá, og skapa þannig fjölbreytilegan tónvef.



27. mars, kl. 19:30, NorðurljósDolcissimi dilettiBarokkhópurinn Consortico


Efnisskráin Dolcissimi diletti veitir innsýn í hið fjölbreytta tónlistarlandslag Evrópu á 17. öld: frá ítölskum verkum í stile moderno að frönskum hirðsöngvum (airs de cour), að ógleymdum gustmiklum hljóðfærastykkjum stefnunnar stylus phantisticus. Efnisskráin skartar þekktum verkum eftir viðurkennda meistara eins og Claudio Monteverdi, Barböru Strozzi og Michel Lambert en einnig lítt þekktum perlum eins og hljóðfærasónötum fyrir fiðlu og víólu úr Rosthandritinu. Efnisskrána flytur Barokkhópurinn Consortico, en hann samanstendur af íslenskum og erlendum tónlistarmönnum sem hafa sérhæft sig í upprunaflutningi. Leikið er á upprunahljóðfæri.

Barokkhópurinn ConsorticoMaría Konráðsdóttir, sópran
Mathias Spoerry, baritón
Sólveig Steinþórsdóttir, barokkfiðla
Natalia Duarte, barokkvíóla
Sigurður Halldórsson, barokkselló
Sergio Coto, theorba/lúta
Sólveig Thoroddsen, barokkharpa


28. mars, kl. 19:30, NorðurljósFaustinaBarokkbandið Brák og Herdís Anna 


Á lokatónleikum Reykjavík Early Music Festival býður Barokkbandið Brák upp á fjölbreytt hlaðborð með verkum eftir vinsælustu barokk tónskáld Evrópu. Við ferðumst alla leið frá Lundúnum í norðri til Napólí í suðri, en sú sem tengir verk þessara tónleika saman er ein skærasta söngstjarna 18. aldar, Faustina Bordoni. 

Faustina Bordoni var fædd á Ítalíu en naut mikillar hylli um alla Evrópu en einkum í London. Hún gekk að eiga tónskáldið Johann Adolph Hasse, en hann samdi fyrsta verk tónleikanna, forleik í D-dúr. Okkar eigin Faustina er engin önnur en hin frábæra sópransöngkona Herdís Anna Jónasdóttir, en hún mun syngja kantötur eftir Händel og Porpora, en þeir voru á þessum tíma miklir keppinautar í tónlistarsenu Lundúna. Einnig flytur Brák Concerto grosso op. 6, nr. 8 eftir Händel.

Fyrrnefndur Hasse var góðvinur J. S. Bachs sem á einnig verk á tónleikunum. Hinn virtúósíski d-moll fiðlukonsert Bachs verður fluttur af listrænum stjórnanda Brákar, Elfu Rún Kristinsdóttur. Til að allar tengingar líti dagsins ljós, þá mun eiginmaður Elfu Rúnar, franski barokksellóleikarinn ​​Vladimir Waltham flytja sellókonsert í D-dúr eftir ítalska tónskáldið Leonardo Leo, en Bordoni þjálfaði söngtækni sína á yngri árum í óperum eftir hann.