Mánudagur  14. apríl

Barokkbandið Brák
       Opnunartónleikar
 

Norðurljós

17:00

Gadus Morhua Ensemble
       Hættuleg kynni

Norðurljós

19:30



Þriðjudagur 15. apríl

Svafa Þórhallsdóttir - Krílabarokk

Norðurljós

10:00

Svafa Þórhallsdóttir - Krílabarokk

Norðurljós

11:00

Hádegistónleikar

Hörpuhorn

13:00

Akademie für Alte Musik Berlin 
        Opin vinnustofa með nemendum

Norðurljós

15:00



Miðvikudagur 16. apríl

Akademie für Alte Musik Berlin
        Opin æfing 

Norðurljós

10:00


Hádegistónleikar

Hörpuhorn

13:00

Concerto Scirocco
       Sírenur og stríðsmenn

Norðurljós

17:00

Marcin Świątkiewicz
       Goldberg-tilbrigðin  

Norðurljós

19:30




Fimmtudagur 17. apríl

Natalía Duarte og Anna Tóth - Krakkabarokk

Þríund

11:00

Natalía Duarte og Anna Tóth - Krakkabarokk

Þríund

12:00

Espoon Barokki og Olga Heikkilä
       Morgunhanar

Norðurljós

14:00


Akademie für Alte Musik Berlin og Xenia Löffler
       Bach og kunningjar

Norðurljós

17:00





14. apríl, kl. 17:00, NorðurljósOpnunartónleikar BrákarÍtölsk og frönsk barokkverk


Á 10 ára afmælistónleikum Barokkbandsins Brákar varpar hljómsveitin ljósi á líflegt samspil ítalskra og franskra barokkverka. Á opnunartónleikum hátíðarinnar flytur Brák verk eftir Locatelli, Castrucci, Leclair og Vivaldi þar sem vel má heyra má hve snjöll og tjáningarrík strengjatónlist 18. aldar er, bæði í sameiginlegum áhrifum og persónulegri rödd hvers tónskálds.

Leikhúsforleikur eftir Pietro Locatelli setur tóninn með dramatískum blæ og lýrískri fágun. Áfram heldur hljómsveitin sig við ítalskar hefðir með Concerto Grosso eftir Francesco Castrucci, nemanda Corellis, þar sem hann sameinar rómverskan glæsileika með eigin hugvitssemi.

Franskur blær svífur yfir vötnum með tríó sónötu og fiðlukonsert eftir Jean-Marie Leclair þar sem hann blandar saman franskri fágun og ítölskum bravúr. Strengjakonsert (RV 158) eftir Antonio Vivaldi einkennist af líflegum hrynjanda og kraftmiklum andstæðum sem eru lýsandi fyrir hin feneysku meistaraverk hans.

Efnisskránni lýkur á öðrum Concerto Grosso eftir Locatelli, sem sýnir nýstárlega notkun hans á hljómsveitinni og tæknilega krefjandi einleiksköflum. 


14. apríl, kl. 19:30, NorðurljósHættuleg kynniGadus Morhua Ensemble



Hrinti öskufall Skaftárelda frönsku byltingunni af stað? Hefðu menn betur sleppt því að leggja undir sig ótal nýlendur? Jean-Philippe Rameau og fleiri kempur hins undur fágaða franska barokks ganga í endurnýjun og mæta langspili og nýjum ljóðum og lögum tríósins Gadus Morhua Ensemble. Tónlistarsköpun hópsins einkennist af nokkurs konar þjóðlagahræringi, þar sem forneskjulegur hljómur gamla baðstofuhljóðfærisins og þokkafullir meginlandstónar barokksellósins verða að einhvers konar baðstofu barrokki. 

Gadus Morhua Ensemble skipa að þessu sinni Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Björk Níelsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Guðrún Óskarsdóttir.



15. apríl, kl. 10:00 og 11:00, NorðurljósKrílabarokk Með Svöfu Þórhallsdóttur



Tónleikar fyrir 0-3 ára! Barokktónlist verður flutt á barnvænan hátt með sérstaka áherslu á yngstu börnin. Svafa Þórhallsdóttir söngkona ásamt Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur fiðluleikara og Halldóri Bjarka Arnarsyni semballeikara flytja tónlistina á barokkhljóðfæri sem gefa fisléttan og tæran hljóm sem hentar sérstaklega vel fyrir þau allra yngstu. Við munum heyra tónlist eftir tónskáldin Händel, Mozart, Bach, Purcell og Gluck. Einnig verður óvæntur glaðningur úr íslenska þjóðlagaarfinum sem flestir áheyrendur ættu að þekkja og er þeim boðið að syngja með. Tónleikarnir eru gagnvirkir (interactive), þar sem söngvarinn nýtir bæði söngrödd sína, sögur, hreyfingar og leikmuni til skapa rými sem frjóvgar ímyndunaraflið og gerir börnin og hina fullorðnu að þátttakendum í tónlistinni.


15. apríl og 16. apríl kl. 13:00, HörpuhornHádegistónleikar Flytjendur hátíðarinnar


Reykjavík Early Music Festival býður uppá ókeypis kammertónleika í Hörpuhorni þar sem úrval flytjenda hátíðarinnar úr ólíkum áttum leika stutta tónleika. 


16. apríl, kl. 17:00, NorðurljósSírenur og stríðsmenn - söngvar án orðaConcerto Scirocco



Látið eftir ykkur að hverfa inn í hinn hrífandi heim sautjándu aldar tónlistar með hópnum Concerto Scirocco sem flytur ykkur efnisskrá byggða á nýlega útgefnum hljómdiski. Horfið er aftur til timans þegar hljóðfærin voru látin búa til frásögn, vekja tilfinningar og mála myndir - rétt eins og mannsröddin gerir - en án orða. Eða eins og fræðimaðurinn Sivestro Ganassi frá Feneyjum skrifaði árið 1535, tónlist getur hermt eftir undrum náttúrunnar og endurspeglað fegurð heimsins án þess að orð komi við sögu.


16. apríl, kl. 19:30, Norðurljós
Goldberg-tilbrigðinMarcin Świątkiewicz


Reykjavík Early Music Festival kynnir eitt af mest heillandi hljómborðsverkum tónlistarsögunnar, Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach, í flutningi pólska semballeikarans Marcin Świątkiewicz.

Goldberg-tilbrigðin eru meðal áhrifamestu og flóknustu verka Bachs, þar sem einstök blanda af laglínu, skýrleika og tæknilegri fullkomnun skapar ógleymanlega tónlistarupplifun. Tilbrigðin eru mjög tilfinningarík en einnig hugvitsamlega byggð upp, þar sem hvert tilbrigði leiðir áreynslulaust inn í það næsta og endurspeglar snilligáfu Bachs.

Marcin Świątkiewicz er einn fremsti barokktónlistarmaður sinnar kynslóðar, þekktur fyrir kraftmikla spilamennsku og djúpa og innilega túlkun. Hann hefur hlotið lof fyrir einstakan flutning á hljómborðsverkum Bachs og er eftirsóttur einleikari og meðlimur fremstu hljómsveita í heimi barokktónlistar.

Upplifðu Goldberg-tilbrigðin í túlkun þessa frábæra semballeikara, en fínlegur hljómur hljóðfærisins glæðir tónverkið nærgætni og innlifunin verður engu lík.

Ekki láta þessa einstöku tónleika fram hjá þér fara!


17. apríl , kl. 11:00 og 12:00, Þríund
Krakkabarokk Natalía  Duarte og Anna Tóth



Fjölskyldutónleikar með Nataliu Duarte sem leikur á barokkfiðlu og -víólu og Önnu Tóth sem leikur á barokkselló. Hér kynnist þið hljómi girnistrengja og fáið að hreyfa ykkur í takt við barokk dansa eftir Purcell, Bach, Geminiani og ýmsa fleiri.

Tónleikarnir eru hugsaðir fyrir börn frá fjögurra ára aldri og fjölskyldur þeirra en allir eru velkomnir. Stutt kynning verður bæði á ensku og íslensku. Lengd tónleika er um 45 mínútur.


17. apríl, kl. 14:00, Norðurljós
MorgunhanarEspoon Barokki og Olga Heikkilä



Kammerhópurinn Espoon Barokki frá Finnlandi fagnar 10 ára starfsafmæli sínu með tónleikaferð til Íslands á Reykjavík Early Music Festival. Espoon Barokki mun flytja verk eftir Georg Friedrich Händel, Jean-Philippe Rameau, Johann Joseph Fux og Élisabeth Jacquet de la Guerre, og eru tónverkin öll tengd hinum fiðruðu vinum okkar,  fuglunum á einn eða annan hátt – stundum með eftirlíkingum fuglasöngs og stundum með tilvísunum í titil verkanna. Tenging við nútímann er frumflutningur á verki finnska tónskáldsins Olli Kortekangas,  sem samið var í tilefni af 10 ára afmæli tónlistarhópsins.

Espoon Barokki hefur skipað sér verðugan sess í finnsku tónlistarlífi og er þetta fyrsta tónleikaferð þeirra utan Finnlands. Á tónleikunum kemur einnig fram hin virta finnska sópransöngkona Olga Heikkilä, sem hefur heillað áhorfendur með fjölhæfni sinni og töfrandi rödd á sviðum ríkisóperanna í Stuttgart og Berlín, auk La Monnaie í Brussel.


17. apríl, 17:00, NorðurljósBach og kunningjarAkademie für Alte Musik Berlin og Xenia Löffler


Á lokatónleikum Reykjavík Early Music Festival kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi hin heimsfræga barokkhljómsveit Akademie für Alte Musik Berlin. Þetta er án efa stórviðburður í íslensku tónlistarlífi en hljómsveitin, sem er þekkt fyrir kraft og snerpu í leik sínum, flytur hér nokkur eftirlætis verka sinna.

Á tónleikunum verður flutt tónlist eftir tónskáld sem höfðu áhrif á Bach, þar á meðal náinn vin hans Georg Philipp Telemann, ítölsku meistarana Antonio Vivaldi og Pietro Locatelli, auk Georgs Friderics Händels og Reinhard Keisers. Djúp aðdáun Bachs á ítalskri tónlist birtist í verkum hans, þar á meðal í óbókonsert í G-dúr og konsert fyrir óbó og fiðlu, þar sem hinn framúrskarandi óbóleikari Xenia Löffler verður einleikari.

Í samstarfi við Menntaskóla í tónlist og Listaháskóla Íslands munu nokkrir efnilegir nemendur koma fram með hljómsveitinni, en þetta er einstakt tækifæri fyrir upprennandi tónlistarfólk að stíga á svið með heimsklassa listamönnum.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að heyra Akademie für Alte Musik Berlin spila á Íslandi. Komið og njótið glæsilegrar tónlistar Bachs og áhrifavalda hans.

Tónleikarnir eru styrktir af Goethe-Institut.